Enski boltinn

Miðjumaður Manchester City segir að liðið þurfi að fara vakna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodri í leik með Man. City.
Rodri í leik með Man. City. vísir/getty
Miðjumaður Englandsmeistara Manchester City, Rodri, segir að liðið þurfi að vakna eftir að liðinu var skellt, 3-2, gegn nýliðum Norwich á laugardag.

Norwich var með marga leikmenn á meiðslalistanum en það kom ekki að sök og afgreiddu þeir Englandsmeistarana á sínum eigin heimavelli.

Varnarleikur City var ekki upp á marga fiska og hinn spænski Rodri tók í sama streng.

„Ég held að við töpuðum leiknum útaf okkur,“ sagði Rodri við heimasíðu félagsins eftir þetta óvænta tap á Vicarage Road.„Ég held að þeir hafi ekki gert mikið til þess að vinna hann. Auðvitað hamingjuóskir til Norwich. Þeir spiluðu góðan fótbolta en við gáfum þeim færin.“

„Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og laga misstökin. Þetta er ekki eðlilegt. Öll þrjú mörkin eru mistök. Liðið er að leggja að sér en við þurfum að vakna því við eigum leik á þriggja daga fresti.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.