Jordan Pickford hefur fengið boltann næstum því jafnoft og Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Simon Stacpoole Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið nógu mikið í boltanum í fyrstu fimm leikjum Everton á tímabilinu og tölfræðin sýnir það. 144 leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið boltann oftar en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í fyrstu fimm umferðum tímabilsins. Gylfi þarf að vera með boltann til að búa eitthvað til því ekki er hann þekktur fyrir að stinga menn af inn á vellinum eða að stinga sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Everton gengur ekki nógu vel að koma boltanum á leikstjórnandann sinn fyrir aftan fremstu menn. Gylfi hefur fengið boltann alls 201 sinni á leiktíðinni en alls hafa sjö leikmenn Everton fengið hann oftar. Markvörðurinn JordanPickford hefur þannig fengið boltann 200 sinnum eða aðeins einu sinni sjaldnar en Gylfi. Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila 392 mínútur af 450 mínútum í boði í fyrstu fimm umferðunum. Hann hefur ekki enn náð að skora mark en er búinn að gefa eina stoðsendingu. Gylfi kom með beinum hætti að 19 af 54 mörkum Everton á síðustu leiktíð (35 prósent - 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum) en hefur komið að 1 af 5 mörkum liðsins á þessari leiktíð (20 prósent). Þetta er minna hlutfall en aðalástæðan er væntanlega bitleysi Everton sóknarinnar í heild sinni. Vandamálið nær því í rauninni yfir allt liðið því Everton er ekki að skora neitt af mörkum í upphafi tímabilsins eða aðeins eitt mark að meðaltali í leik. Kannski væri góð byrjun að reyna að koma boltann meira inn á Gylfa og sjá hverju því skilar.AndrewRobertson, bakvörður Liverpool, hefur fengið boltann oftast í ensku úrvalsdeildinni til þessa eða 539 sinnum en bakvörðurinn hinum megin, Trent Alexander-Arnold, er síðan í 5. sætinu með 450 snertingar. Á milli þeirra eru síðan þeir OleksandrZinchenko hjá ManchesterCity, RicardoPereira hjá LeicesterCity og TobyAlderweireld hjá Tottenham.Leikmenn Everton sem hafa fengið boltann oftast á leiktíðinni til þessa:(Samkvæmt opinberri tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar) 1. SéamusColeman 412 2. LucasDigne 383 3. Michael Keane 340 3. YerryMina 340 5. Richarlison 259 6. AndréGomes 256 7. MorganSchneiderlin 2258. Gylfi Þór Sigurðsson 201 9. JordanPickford 200 10. Bernard 159 11. FabianDelph 153 12. Alex Iwobi 107 13. DominicCalvert-Lewin 106 14. Jean-PhilippeGbamin 94 15. MoiseKean 69 16. TheoWalcott 28 17. MasonHolgate 13 18. Tom Davies Enski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið nógu mikið í boltanum í fyrstu fimm leikjum Everton á tímabilinu og tölfræðin sýnir það. 144 leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið boltann oftar en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í fyrstu fimm umferðum tímabilsins. Gylfi þarf að vera með boltann til að búa eitthvað til því ekki er hann þekktur fyrir að stinga menn af inn á vellinum eða að stinga sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Everton gengur ekki nógu vel að koma boltanum á leikstjórnandann sinn fyrir aftan fremstu menn. Gylfi hefur fengið boltann alls 201 sinni á leiktíðinni en alls hafa sjö leikmenn Everton fengið hann oftar. Markvörðurinn JordanPickford hefur þannig fengið boltann 200 sinnum eða aðeins einu sinni sjaldnar en Gylfi. Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila 392 mínútur af 450 mínútum í boði í fyrstu fimm umferðunum. Hann hefur ekki enn náð að skora mark en er búinn að gefa eina stoðsendingu. Gylfi kom með beinum hætti að 19 af 54 mörkum Everton á síðustu leiktíð (35 prósent - 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum) en hefur komið að 1 af 5 mörkum liðsins á þessari leiktíð (20 prósent). Þetta er minna hlutfall en aðalástæðan er væntanlega bitleysi Everton sóknarinnar í heild sinni. Vandamálið nær því í rauninni yfir allt liðið því Everton er ekki að skora neitt af mörkum í upphafi tímabilsins eða aðeins eitt mark að meðaltali í leik. Kannski væri góð byrjun að reyna að koma boltann meira inn á Gylfa og sjá hverju því skilar.AndrewRobertson, bakvörður Liverpool, hefur fengið boltann oftast í ensku úrvalsdeildinni til þessa eða 539 sinnum en bakvörðurinn hinum megin, Trent Alexander-Arnold, er síðan í 5. sætinu með 450 snertingar. Á milli þeirra eru síðan þeir OleksandrZinchenko hjá ManchesterCity, RicardoPereira hjá LeicesterCity og TobyAlderweireld hjá Tottenham.Leikmenn Everton sem hafa fengið boltann oftast á leiktíðinni til þessa:(Samkvæmt opinberri tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar) 1. SéamusColeman 412 2. LucasDigne 383 3. Michael Keane 340 3. YerryMina 340 5. Richarlison 259 6. AndréGomes 256 7. MorganSchneiderlin 2258. Gylfi Þór Sigurðsson 201 9. JordanPickford 200 10. Bernard 159 11. FabianDelph 153 12. Alex Iwobi 107 13. DominicCalvert-Lewin 106 14. Jean-PhilippeGbamin 94 15. MoiseKean 69 16. TheoWalcott 28 17. MasonHolgate 13 18. Tom Davies
Enski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira