Enski boltinn

Jordan Pickford hefur fengið boltann næstum því jafnoft og Gylfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Simon Stacpoole

Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið nógu mikið í boltanum í fyrstu fimm leikjum Everton á tímabilinu og tölfræðin sýnir það.

144 leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið boltann oftar en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í fyrstu fimm umferðum tímabilsins.

Gylfi þarf að vera með boltann til að búa eitthvað til því ekki er hann þekktur fyrir að stinga menn af inn á vellinum eða að stinga sér inn fyrir varnir andstæðinganna.

Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Everton gengur ekki nógu vel að koma boltanum á leikstjórnandann sinn fyrir aftan fremstu menn.

Gylfi hefur fengið boltann alls 201 sinni á leiktíðinni en alls hafa sjö leikmenn Everton fengið hann oftar. Markvörðurinn Jordan Pickford hefur þannig fengið boltann 200 sinnum eða aðeins einu sinni sjaldnar en Gylfi.

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila 392 mínútur af 450 mínútum í boði í fyrstu fimm umferðunum. Hann hefur ekki enn náð að skora mark en er búinn að gefa eina stoðsendingu.

Gylfi kom með beinum hætti að 19 af 54 mörkum Everton á síðustu leiktíð (35 prósent - 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum) en hefur komið að 1 af 5 mörkum liðsins á þessari leiktíð (20 prósent). Þetta er minna hlutfall en aðalástæðan er væntanlega bitleysi Everton sóknarinnar í heild sinni.

Vandamálið nær því í rauninni yfir allt liðið því Everton er ekki að skora neitt af mörkum í upphafi tímabilsins eða aðeins eitt mark að meðaltali í leik.  

Kannski væri góð byrjun að reyna að koma boltann meira inn á Gylfa og sjá hverju því skilar.

Andrew Robertson, bakvörður Liverpool, hefur fengið boltann oftast í ensku úrvalsdeildinni til þessa eða 539 sinnum en bakvörðurinn hinum megin, Trent Alexander-Arnold, er síðan í 5. sætinu með 450 snertingar. Á milli þeirra eru síðan þeir Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City, Ricardo Pereira hjá Leicester City og Toby Alderweireld hjá Tottenham.

Leikmenn Everton sem hafa fengið boltann oftast á leiktíðinni til þessa:
(Samkvæmt opinberri tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar)
1. Séamus Coleman 412
2. Lucas Digne 383
3. Michael Keane 340
3. Yerry Mina 340
5. Richarlison 259
6. André Gomes 256
7. Morgan Schneiderlin 225
8. Gylfi Þór Sigurðsson 201
9. Jordan Pickford 200
10. Bernard 159
11. Fabian Delph 153
12. Alex Iwobi 107
13. Dominic Calvert-Lewin 106
14. Jean-Philippe Gbamin 94
15. Moise Kean 69
16. Theo Walcott 28
17. Mason Holgate 13
18. Tom Davies  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.