Erlent

Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Benjamín Netanjahú, leiðtogi Líkúd-flokksins og forsætisráðherra Ísraels, tók í dag undir ákall pólitískra andstæðinga sinna um að þjóðstjórn verði mynduð í landinu.

Kosningar í vikunni skiluðu hvorki hægri né miðju-vinstri blokkinni meirihluta. Benjamín Gantz, leiðtogi hins Bláhvíta bandalags miðju-vinstri flokka hefur sömuleiðis talað fyrir slíkri stjórn, en hann vill leiða breiða samsteypustjórn með Líkúd og Avigdor Lieberman, sem leiðir flokkinn Yisrael Beiteinu og er í oddastöðu í viðræðunum.

Netanjahú bauð Gantz til fundar í dag, en hann hafnaði boðinu og sagðist ekki vilja hafa Netanjahú sjálfan með í stjórninni.


Tengdar fréttir

Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael

Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31.

Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið

Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi í kosningum í Ísrael á þriðjudag. Helsta fyrirstaða stjórnarmyndunar virðist vera forsætisráðherrann sjálfur. Avigdor Lieberman, leiðtogi sigurflokksins Yisrael Beitenu, hefur alla ásana á hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×