Erlent

Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Benjamín Netanjahú, leiðtogi Líkúd-flokksins og forsætisráðherra Ísraels, tók í dag undir ákall pólitískra andstæðinga sinna um að þjóðstjórn verði mynduð í landinu.

Kosningar í vikunni skiluðu hvorki hægri né miðju-vinstri blokkinni meirihluta. Benjamín Gantz, leiðtogi hins Bláhvíta bandalags miðju-vinstri flokka hefur sömuleiðis talað fyrir slíkri stjórn, en hann vill leiða breiða samsteypustjórn með Líkúd og Avigdor Lieberman, sem leiðir flokkinn Yisrael Beiteinu og er í oddastöðu í viðræðunum.

Netanjahú bauð Gantz til fundar í dag, en hann hafnaði boðinu og sagðist ekki vilja hafa Netanjahú sjálfan með í stjórninni.


Tengdar fréttir

Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið

Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi í kosningum í Ísrael á þriðjudag. Helsta fyrirstaða stjórnarmyndunar virðist vera forsætisráðherrann sjálfur. Avigdor Lieberman, leiðtogi sigurflokksins Yisrael Beitenu, hefur alla ásana á hendi.

Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael

Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.