Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 19:00 Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP. Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP.
Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila