Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 19:00 Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP. Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP.
Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01