Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 11:38 Avigdor Liberman er í kjörstöðu eftir kosningarnar. Hér er hann að kjósa með eiginkonu sinni, Ellu. AP/Tsafrir Abayov Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október. Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október.
Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38
Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00
Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01