Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. september 2019 06:51 Avigdor Lieberman, forystumaður veraldlega hægriflokksins Yisrael Beitenu sem er klofningur út úr Líkúd-flokki Netanyahu. Vísir/Getty Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00