Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. september 2019 06:51 Avigdor Lieberman, forystumaður veraldlega hægriflokksins Yisrael Beitenu sem er klofningur út úr Líkúd-flokki Netanyahu. Vísir/Getty Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00