Enski boltinn

Gylfi fékk lof frá Sky Sports og Liverpool Echo: „Þetta er það sem Everton þarf frá Gylfa“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson fékk átta í einkunn bæði hjá Sky Sports og Liverpool Echo fyrir frammistöðuna sína gegn Wolves í enska boltanum í gær.

Gylfi lagði upp eitt mark í leiknum er Everton vann 3-2 sigur á Wolves í afar fjörugum leik. Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði sigurmarkið.

Hafnfirðingurinn átti þátt í þremur af fjórum mörkum Everton í bikarleiknum gegn Lincoln í vikunni og frábær sending hans á kollinn á Iwobi skilaði marki í gær.

Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni, var ekki hrifið af frammistöðu Gylfa í vikunni en þeir heilluðust af Gylfa í gær.

„Frábær stoðsending í marki Alex Iwobi og yfir höfuð var hann meiri þáttakandi en á síðustu vikum. Olli vandræðum í öftustu línu Wolves og þetta er það sem þeir bláklæddu þurfa frá honum,“ sagði Echo.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.