Enski boltinn

Gylfi fékk lof frá Sky Sports og Liverpool Echo: „Þetta er það sem Everton þarf frá Gylfa“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson fékk átta í einkunn bæði hjá Sky Sports og Liverpool Echo fyrir frammistöðuna sína gegn Wolves í enska boltanum í gær.

Gylfi lagði upp eitt mark í leiknum er Everton vann 3-2 sigur á Wolves í afar fjörugum leik. Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði sigurmarkið.

Hafnfirðingurinn átti þátt í þremur af fjórum mörkum Everton í bikarleiknum gegn Lincoln í vikunni og frábær sending hans á kollinn á Iwobi skilaði marki í gær.







Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni, var ekki hrifið af frammistöðu Gylfa í vikunni en þeir heilluðust af Gylfa í gær.

„Frábær stoðsending í marki Alex Iwobi og yfir höfuð var hann meiri þáttakandi en á síðustu vikum. Olli vandræðum í öftustu línu Wolves og þetta er það sem þeir bláklæddu þurfa frá honum,“ sagði Echo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×