Gylfi lagði upp þegar Everton lagði Úlfana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í leiknum í dag
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í leiknum í dag vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eitt marka Everton í sigri á Wolverhampton Wanderers í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.Leikurinn á Goodison Park fór mjög fjöruglega af stað og átti Gylfi Þór fyrsta færi leiksins strax á fjórðu mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Alex Iwobi yfir markið.Aðeins mínútu síðar var boltinn kominn í netið þegar Richarlison nýtti sér mistök í vörn Wolves og kom Everton yfir.Varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar fyrstu mínúturnar og á 9. mínútu fór Adama Traore illa með Lucas Digne áður en hann sendi boltann fyrir þar sem Seamus Coleman stendur og horfir á Romain Saiss taka boltann og skora. Staðan orðin jöfn.Gylfi Þór komst hratt upp hægri vænginn á 12. mínútu og gaf boltann fyrir markið þar sem Alex Iwobi var mættur til þess að skalla fyrirgjöf íslenska landsliðsmannsins í netið.Eftir fjöruga byrjun hægðist aðeins á markaskoruninni og var staðan enn 2-1 fyrir Everton í hálfleik.Gestirnir frá Wolverhampton jöfnuðu metin á 75. mínútu með marki frá Raul Jimenez eftir innkast frá Ryan Bennett.Leikmenn Everton voru þó ekkert á þeim buxunum að sætta sig við jafntefli og fimm mínútum síðar var Richarlison búinn að koma Everton yfir aftur. Hann stökk hærra en Willy Boly í teignum og skallaði fyrirgjöf Digne í netið.Undir lok uppbótartímans fékk Willy Boly að líta rauða spjaldið þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu á Richarlison. Það var það síðasta sem gerðist í leiknum og Everton fór með 3-2 sigur.Úlfunum hefur enn ekki tekist að vinna leik í úrvalsdeildinni en þetta var þó þeirra fyrsti tapleikur. Everton er í betri málum með sjö stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.