Erlent

Breskur ráðherra hættir í ríkisstjórninni og Íhaldsflokknum

Samúel Karl Ólason skrifar
Amber Rudd, fyrrverandi atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands.
Amber Rudd, fyrrverandi atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands. AP/Alberto Pezzali
Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings.Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB.Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest.MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum

Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu.

Herkænska eða hrunadans Johnsons

Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.