Breskur ráðherra hættir í ríkisstjórninni og Íhaldsflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 20:43 Amber Rudd, fyrrverandi atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands. AP/Alberto Pezzali Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB. Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip. I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled. I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain. I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES — Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest. MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB. Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip. I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled. I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain. I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES — Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest. MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00