Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. september 2019 19:00 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Johnson fyrir að nota lögreglumenn sem bakgrunn fyrir það sem þeir sögðu hápólitíska ræðu í dag. Vísir/EPA Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06