Enski boltinn

Þakkaði van Gaal og Mourinho fyrir tímann hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Darmian spilaði 92 leiki fyrir United á fjórum árum. Hann kom aðeins við sögu í sex deildarleikjum á síðasta tímabili.
Darmian spilaði 92 leiki fyrir United á fjórum árum. Hann kom aðeins við sögu í sex deildarleikjum á síðasta tímabili. vísir/getty
Matteo Darmian gekk til liðs við ítalska félagið Parma í byrjun september en hann var formlega kynntur til leiks hjá félaginu á föstudag.

Við kynninguna valdi Darmian að segja nokkur orð og hrósaði hann þar Jose Mourinho og Louis van Gaal.

„Van Gaal og Mourinho eru tveir frábærir stjórar sem hafa unnið mikið,“ sagði Ítalinn.

„Þeir skildu eftir sig jákvæð áhrif á mig og ég þakka þeim fyrir.“

Darmian var keyptur til United árið 2015, þegar van Gaal var við stjórnina á Old Trafford. Hann átti gott fyrsta tímabil en féll svo niður goggunarröðina.

„Ég var stoltur af því að spila fyrir svona stórt félag og ég myndi gera þetta aftur ef ég gæti farið til baka.“

Bresk slúðurblöð hafa veitt því athygli að Darmian ákvað að minnast ekkert á Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóra Manchester United sem tók við liðinu í desember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×