Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:45 Mótmælendur afhentu fulltrúa bandaríska ræðismannsins áskorun í dag. Vísir/AP Þúsundir mótmælenda í Hong Kong eru sagðir hafa sungið þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna þar í borg og kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi „frelsa“ sjálfstjórnarhéraðið. Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram í fyrstu en brutust síðar eins og oft áður út í ofbeldi og átök mótmælenda við lögreglu. Mótmælendur frömdu skemmdarverk á neðanjarðarlestarstöðvum, kveiktu elda og lokuðu fyrir umferð. Lögregla notaðist í kjölfarið við táragas til að dreifa mótmælendum. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í almenningsgarði og kallaði þar slagorð á borð við „Veitið Beijing viðnám, frelsið Hong Kong“ og „Standið með Hong Kong, berjist fyrir frelsi.“ Margir veifuðu sömuleiðis bandaríska fánanum og báru skilti þar sem Trump er beðinn um að frelsa Hong Kong.Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Stjórnvöld í Hong Kong urðu í liðinni viku við einni kröfu mótmælendanna þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið, sem var uppspretta mótmælanna, formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Þúsundir mótmælenda í Hong Kong eru sagðir hafa sungið þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna þar í borg og kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi „frelsa“ sjálfstjórnarhéraðið. Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram í fyrstu en brutust síðar eins og oft áður út í ofbeldi og átök mótmælenda við lögreglu. Mótmælendur frömdu skemmdarverk á neðanjarðarlestarstöðvum, kveiktu elda og lokuðu fyrir umferð. Lögregla notaðist í kjölfarið við táragas til að dreifa mótmælendum. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í almenningsgarði og kallaði þar slagorð á borð við „Veitið Beijing viðnám, frelsið Hong Kong“ og „Standið með Hong Kong, berjist fyrir frelsi.“ Margir veifuðu sömuleiðis bandaríska fánanum og báru skilti þar sem Trump er beðinn um að frelsa Hong Kong.Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Stjórnvöld í Hong Kong urðu í liðinni viku við einni kröfu mótmælendanna þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið, sem var uppspretta mótmælanna, formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00