Erlent

Ákvörðun Boris Johnson mótmælt í yfir þrjátíu borgum

Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Ákvörðun Boris um að fresta þingfundum fram í október hefur verið mjög umdeild
Ákvörðun Boris um að fresta þingfundum fram í október hefur verið mjög umdeild Vísir/AP
Þúsundir komu saman fyrir utan þinghúsið í Bretlandi í dag, þar sem ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum fram í október var mótmælt.Mótmælendur hafa flykkst um götur yfir þrjátíu borga, þar á meðal í Lundúnum, Manchester, Leeds, York og Belfast. Mótmælendur í Lundúnum stöðvuðu meðal annars umferð í Whitehall, þar sem finna má fjölda ráðuneyta og ríkisstofnana.Sjá einnig: „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“Ákvörðun Boris hefur ollið reiði meðal þingmanna og almennings en andstæðingar hans telja ákvörðunina tilraun til þess að koma í veg fyrir að breska þingið geti haft áhrif eða komið í veg fyrir samningslausa útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.Forsætisráðherrann hefur lýst því yfir að Bretland fari úr sambandinu þann 31. október næstkomandi, þó það feli í sér að farið verði út án samnings. Sérfræðingar telja að það myndi fela í sér mikla óvissu fyrir breskt samfélag og efnahagslíf.


Tengdar fréttir

Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky

Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu.

Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið

"Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.