Erlent

Taldi ekki ástæðu til að stöðva tímabundið áform Johnson

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Doherty dómari kveður upp úrskurð sinn í dag.
Doherty dómari kveður upp úrskurð sinn í dag.

Skoskur dómari hefur hafnað beiðni um að stöðva tímabundið áform Boris Johnson að fresta breska þinginu.  Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dómsal í morgun. BBC greinir frá.

Ákvörðun Johnson sem staðfest var af Bretlandsdrottningu hefur valdið miklu uppnámi í Bretlandi. Hópur 75 þingmanna gerði þá kröfu um að fá úr því skorið hvort þingfrestun Johnson sé lögleg. Vildu þingmennirnir að frestunin yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri til meðferðar fyrir dómstólnum.

Dómarinn taldi ekki sannfærandi rök fyrir því að grípa inn í ákvörðun forsætisráðherra. Dómarinn samþykkti hins vegar að taka málið fyrir í heild sinni fyrr en til stóð. Á þriðjudaginn í stað næsta föstudags.

Dómarinn sagði það hagsmuni almennings og réttarins að málið fengi meðferð fyrr en síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.