Erlent

Fjármálaráðherra Bretlands sagður ósáttur við Boris

Andri Eysteinsson skrifar
Sajid Javid og Boris Johnson
Sajid Javid og Boris Johnson Getty/WPA Pool
Fjármálaráðherra Bretlands, íhaldsmaðurinn Sajid Javid er sagður hafa lent upp á kant við forsætisráðherra landsins, Boris Johnson vegna brottrekstur ráðgjafa fjármálaráðherra.Sky News greinir frá því að Javid hafi verið ósáttur með ákvörðun yfirráðgjafa forsætisráðherra, Dominic Cummings, um að segja upp störfum nánasta ráðgjafa fjármálaráðherra, Soniu Khan.Reiði Javid beinist einna helst að því að hann hafi ekki verið látinn vita af áformum ráðgjafans fyrr en eftir að Khan hafði verið rekin.Talið er að Cummings hafi grunað að Khan væri viðriðin upplýsingaleka sem nýverið komst upp innan bresku ríkisstjórnarinnar. Upplýsingum um skjöl sem varða Brexit án samnings, var lekið til tímaritsins Sunday Times en Khan neitar staðfastlega að hún sé viðriðin málið.Samkvæmt fréttum Sky News staðfestir lögreglan í London að konu hafi verið fylgt frá útidyrahurð Downingstrætis 10, bústaðs forsætisráðherra, út fyrir afmarkað öryggissvæði þar sem hún hafði ekki heimild til þess að vera á svæðinu.Í viðtali segir Javid að samband hans og forsætisráðherrans sé til fyrirmyndar en neitaði að tjá sig um samband sitt við aðalráðgjafann Dominic Cummings.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.