Enski boltinn

Neville vandar Sanchez ekki kveðjurnar: „Hann er hörmulegur og það hljóta að vera til tvær útgáfur af honum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez í leik með Manchester United á síðustu leiktíð.
Sanchez í leik með Manchester United á síðustu leiktíð. vísir/getty

Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, lét Alexis Sanchez heldur betur heyra það í þættinum Monday Night Football.

Þátturinn er á Sky Sports hvern einasta mánudag þar sem farið er yfir helstu atriði helgarinnar í enska boltanum en aðal spekingarnir eru þeir Neville og Liverpool-maðurinn Jamie Carragher.

Sanchez gekk í raðir Man. Utd frá Arsenal í janúar 2018 og hefur ekki náð sér á strik síðan þá. Hægri bakvörðurinn geðugi er ekki hrifinn af Sílemanninum.

„Ég bauð hann velkominn í félagið því hann er þrautseigur framherji sem hleypur í gegnum línurnar og skorar mörk en hann hefur verið hörmulegur,“ sagði Neville

„Ég veit ekkert hvað gerðist. Það hljóta að vera til tvær útg´faur af honum. Einn spilaði fyrir Arsenal og Barcelona og síðan birtist hinn allt í einu í Manchester. Þeir þurfa að koma honum í burt frá félaginu.“

„Romelu Lukaku vildi ekki vera þarna. Það eru fjórir eða fimm leikmenn þarna sem vilja ekki vera þarna. Solskjær þarf að koma nokkrum burt á þessu ári og nokkrum á næsta ári,“ sagði foxillur Neville.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.