Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. ágúst 2019 20:14 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa báðir hótað Brasilíumönnum að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði eldarnir í Amasón ekki slökktir. getty/Mustafa Yalcin Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá. Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ Sjá meira
Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá.
Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15
Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15