Erlent

Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum

Andri Eysteinsson skrifar
Amazonfrumskógurinn bindur gríðarlegt magn kolefnis.
Amazonfrumskógurinn bindur gríðarlegt magn kolefnis. AP/Corpo de Bombeiros de Mato Grosso

Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. Þá sérstaklega af bændum og skógarhöggsmönnum sem vilji ryðja land. Miklir eldar hafa geisað undanfarnar vikur í hluta Amasónregnskógarins í Suður-Ameríku.

Eldnum mikla fylgir mikill reykur en áhrifa hans var að gæta í stærstu borg Brasilíu í gær, Sao Paulo. Um miðjan dag umlykti reykur alla borginna og fljótlega eftir hádegi varð orðið dimmt. AP greinir frá.


Brasilískar stofnanir hafa greint frá því að í Brasilíu hafi metfjöldi elda kviknað á árinu 2019. Eldarnir í ár hafa verið 74.155 en um er að ræða 84% aukningu frá sama tímabili í fyrra.

Stjórnvöld í Brasilíu hafa verið harðlega gagnrýnd og þá helst forsetinn Jair Bolsonaro, sem tók við embætti um síðustu áramót. Þykja stefnumál hans sem snúa að því að efla iðnað á svæðinu, hafa stuðlað að þessum metfjölda skógarelda í ár.

Umhverfisráðherra Brasilíu, Ricardo Salles, var endurtekið truflaður við ræðuhöld á ráðstefnu um hnatthlýnun í brasilísku borginni Salvador í gær. Mótmælendur kölluðu „Amasón brennur“ látlaust eftir að Salles steig í pontu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.