Erlent

Öflugur jarðskjálfti mældist í Indónesíu

Eiður Þór Árnason skrifar
Íbúar söfnuðust saman fyrir utan verslunarmiðstöð í höfuðborgunni Jakarta eftir jarðskjálftann í dag.
Íbúar söfnuðust saman fyrir utan verslunarmiðstöð í höfuðborgunni Jakarta eftir jarðskjálftann í dag. Vísir/AP
Jarðskjálfti, 6,8 að stærð, mældist á vesturströnd Indónesíu fyrr í dag samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Skjálftamiðja jarðskjálftans mældist í Sundasundi, rúmum hundrað kílómetrum frá borginni Tugu Hilir á eyjunni Java.

Skjálftinn fannst í Jakarta, höfuðborg Indónesíu og sáust íbúar borgarinnar hlaupa út úr húsum sínum.

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út minniháttar flóðaviðvörun fyrir fjögur svæði. Nú er unnið að því að flytja íbúa í burtu frá strandlengjunni yfir á landsvæði sem er hærra yfir sjávarmáli.

Hér má sjá upptök skjálftans.Bandaríska jarðvísindastofnunin

Tengdar fréttir

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Byggingar voru m.a. rýmdar í borginni Darwin á norðausturströnd Ástralíu, sem er í um 700 kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×