Bruni í eldspýtuverksmiðju banar öllum innanhúss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:14 Fórnarlömbin voru læst inni í verksmiðjunni og brunnu því lifandi. Tribun-Medan Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin. Indónesía Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin.
Indónesía Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira