Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er talið að jarðskjálftinn valdi flóðbylgju, samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Ástralíu.
Ekki er talið að jarðskjálftinn valdi flóðbylgju, samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Ástralíu. Mynd/Ástralska veðurstofan

Jarðskjálfti, 7,3 að stærð, varð í Bandahafi í austurhluta Indónesíu í nótt samkvæmt Bandarísku jarðvísindastofnuninni. Jarðskjálftinn átti upptök sín á um 208 kílómetra dýpi suður af Ambon-eyju um hádegi að staðartíma og fannst hann meðal annars í Ástralíu.

Byggingar voru m.a. rýmdar í borginni Darwin á norðausturströnd Ástralíu, sem er í um 700 kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni.

Hrina skjálfta hefur gengið yfir Indónesíu í nótt, samtals níu talsins, en skjálftinn upp á 7,3 var sá allra stærsti. Ekki er búist við því að skjálftinn valdi flóðbylgju.

Allir skjálftarnir mældust í hinum svokallaða eldhring, skeifulaga belti umhverfis Kyrrahafið þar sem er mikil eldvirkni. Um 90 prósent allra jarðskjálfta í heiminum eiga upptök sín á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.