Erlent

Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Indónesíu í kjölfar jarðskjálfta

Eiður Þór Árnason skrifar
United States Geological Survey
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út af yfirvöldum í Indónesíu. Viðvörunin kemur í kjölfar þess að sterkur jarðskjálfti að stærðinni 6,9 skall á í Molucca hafi, sem er staðsett á milli héraðsins Norður-Sulawesi í Indónesíu og Maluku eyjaklasans. Fréttastofa AP greinir frá þessu.

Spá þarlend yfirvöld að flóðbylgjurnar gætu náð hálfum metra að hæð. Engar tilkynningar hafa borist af meiriháttar skemmdum eða slysum á fólki.

Skjálftinn í dag olli öngþveiti í borginni Ternate, þar sem íbúar flúðu yfir á hærra landsvæði ef marka má frásögn vitna.

Útvarpstöðin Radio El Shinta greindi frá því að íbúar í Manado, höfuðborg Norður-Sulawesi héraðsins, hafi sumir hverjir hlaupið úr húsum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×