Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu halda áfram í kjölfar hernaðaræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 23:32 Norðurkóresku flugskeyti skotið upp. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41
Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45
Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32