Erlent

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti

Andri Eysteinsson skrifar
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu AP/KCNA
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá norður-kóreskum stjórnvöldum sem send var út í nafni leiðtoga ríkisins Kim Jong-un. AP greinir frá.Í yfirlýsingunni sagði að um væri að ræða nýja gerð vopna sem hægt væri að tryggja að hitti skotmark sitt. Þá fór Kim hörðum orðum um Suður-Kóreu í yfirlýsingunni en henni var beint að „suður-kóreskum stríðsæsingamönnum“, Kim virtist þó forðast það að tala illa um Bandaríkin en Kim hefur fundað í þrígang með Bandaríkjaforseta á undanförnu ári.Í yfirlýsingunni lýstu norður-kóresk stjórnvöld yfir mikilli óánægju yfir áformum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en ríkin ætla að halda sameiginlega heræfingar. Yfirvöld í norðri segja æfingarnar skýr skilaboð til Norður-Kóreu, æfingarnar séu ætlaðar til að undirbúa innrás og sanna fjandskap ríkjanna til stjórnvalda í Pjongjang.Tilraunirnar á miðvikudag voru fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í meira en tvo mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.