Erlent

Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Norðurkóresku flugskeyti skotið upp. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Norðurkóresku flugskeyti skotið upp. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty
Suðurkóreski herinn segir að óþekktum flugskeytum hafi verið skotið í loft upp af austurströnd Norður-Kóreu. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um skotin. Í síðustu viku skutu Norður-Kóreumenn upp tveimur skammdrægum flugskeytum.Flugskeytin sem skotið var upp í síðustu viku ferðuðust um 430 kílómetra leið og náðu hæst 50 kílómetra hæð yfir sjávarmáli, áður en þau lentu í Austurhafi. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu.Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með fyrirhugaðar hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, sem haldnar eru á ári hverju. Í yfirlýsingu norðurkóreskra stjórnvalda kemur fram að eldflaugaskotin í síðustu viku hafi verið til þess ætlaðar að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun.Norður-Kórea hefur varað við því að haldi Suður-Kórea uppteknum hætti í vopnaþróun og hernaðarsamstarfi við bandamenn sína, kunni það að setja strik í reikninginn þegar kemur að viðræðum um kjarnorkuafvopnun á norðanverðum Kóreuskaga.


Tengdar fréttir

Fagna ósættinu

Einræðisstjórn Norður-Kóreu sem á afleitt samband við bæði Suður-Kóreu og Japan virðist ánægð með deilur ríkjanna tveggja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.