Erlent

Banda­rískar her­sveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Salman bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádi-Arabíu (t.v.) og Donald Trump, Bandaríkjaforseti (t.h.) við fyrstu heimsókn þess síðarnefnda til Sádi-Arabíu.
Salman bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádi-Arabíu (t.v.) og Donald Trump, Bandaríkjaforseti (t.h.) við fyrstu heimsókn þess síðarnefnda til Sádi-Arabíu. getty/ Bandar Algaloud
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn.Sádi-Arabía staðfesti að Salman konungur hafi samþykkt flutninginn „til að efla öryggi og jafnvægi á svæðinu.“Konungsríkið hefur ekki tekið á móti bandarískum hersveitum síðan árið 2003 þegar það dró sig úr Íraksstríðinu undir lok þess.Viðvera bandaríska hersins í Sádi-Arabíu hófst árið 1991 þegar Írak réðst inn í Kuwait. Nú er verið að senda eldflaugakerfi til Prince Sultan herstöðvarinnar sem mannað er af 500 hermönnum.„Þessi flutningur hergagna veitir okkur aukna vernd og gerir okkur kleift að verja hersveitir okkar og hagsmuni á svæðinu frá yfirvofandi ógn,“ sagði í tilkynningu frá yfirstjórn Bandaríkjahers.Spenna á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu misseri en síðast í gær hertók Íran tvö bresk olíuflutningaskip og enn annað er talið hafa verið hertekið á sunnudag en það sigldi undir panömskum fána.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heldur því einnig fram að bandaríski herinn hafi skotið niður íranskan dróna, sem Íranar segjast ekkert kannast við.


Tengdar fréttir

Breska skipið komið til hafnar í Íran

Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær.

Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli

Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015.

Íranir hertóku tvö bresk olíuskip

Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag.

Íranir neita því að hafa misst dróna

Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.