Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 21:22 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent