Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 21:22 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12