Erlent

Breska skipið komið til hafnar í Íran

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Olíuskipið Stena Impero er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána.
Olíuskipið Stena Impero er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Vísir/EPA

Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem er komið til hafnar í Bandar Abbas í Íran.

Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána.

Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið.

Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo.

Grunnt hefur verið á milli því góða á milli Bretlands og Írans eftir að hermenn breska sjóhersins stöðvuðu för íranska olíuskipsins Grace nærri Gíbraltar í byrjun mánaðarins.


Tengdar fréttir

Íranir hertóku tvö bresk olíuskip

Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.