Erlent

Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan beitir mótmælendur í Hong Kong táragasi.
Lögreglan beitir mótmælendur í Hong Kong táragasi. AP/Jacky Cheung
Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 

Lögregla hafði merkt hversu langt mótmælendur mættu fara en innan markanna eru ríkisstjórnarbyggingar. Mótmælendur virtu þessi mörk að vettugi og gengu áfram að stjórnarbyggingunum.

Sjúkraliðar hlúa að mótmælanda sem varð fyrir táragasi.AP/Bobby Yip
Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní sem upphaflega hófust vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en snúast nú um lýðræðið í Hong Kong og krefjast mótmælendur aukins lýðræðis. Ákveðnir hópar krefjast sjálfstæðis héraðsins.

Seint á sunnudag sást óeirðalögreglan, með gasgrímur og skyldi, þrengja að mótmælendum nálægt ferjuhöfn á stærstu eyjunni.

AP/Bobby Yip
Á myndum sem teknar eru fyrir utan samskiptastofnun Kína, sjást skilti sem búið er að þekja veggja kroti. Meðal annars stendur þar: „Þið kennduð okkur að friðsöm mótmæli skila engu.“

Sumir mótmælenda spreyjuðu á öryggismyndavélar fyrir utan lögreglustöð til að koma í veg fyrir upptöku.

Mikil spenna var fyrir mótmælin á sunnudag vegna stórs sprengiefnafundar á föstudag. Meðal sprengiefnanna fundust dreifirit frá mótmælunum.

Lögreglan beinir byssum að mótmælendum en þeir hafa skotið þá með gúmmíkúlum í dag.AP/Vincent Yu
Á laugardag voru haldin mót-mótmæli til að sýna stuðning við lögreglu og gegn ofbeldisfullum mótmælum. Tugir þúsunda mættu á þau mótmæli.

Notkun táragass, gúmmíkúlna og skemmdarverk stjórnarbygginga hefur skapað eitt mesta ófremdarástand sem verið hefur um árabil í borginni.


Tengdar fréttir

Áfram mótmælt í Hong Kong

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong.

Ekkert táragas til Hong Kong

Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu.

Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný

Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“.

Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst

Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.