Erlent

Áfram mótmælt í Hong Kong

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Mótmælt var í borginni Sha Tin í dag
Mótmælt var í borginni Sha Tin í dag Vísir/Getty

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong.

Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði í friðsamlegum mótmælum við áætlunum um að leggja fram frumvarp sem heimilar framsal sakamanna til Kína. Carrie Lam, ríkisstjóri Hong Kong sagði í síðustu viku frumvarpið vera „dautt“. Mótmælendur hafa ekki trú á orðum Lam og hafa haldið mótmælunum áfram.

Átökin brutust út milli lögreglu og mótmælenda utan samþykkts mótmælasvæðis en lögreglan beitti kylfum og piparúða.

Mótmælin hafa farið fram með reglulegu millibili í rúman mánuð en átök brutust einnig út í gær í sambærilegum mótmælum í bænum Sheung Shui sem er líka við landamæri Kína. Fyrir hálfum mánuði unnu mótmælendur í Hong Kong spjöll á þinghúsinu í mótmælum við fyrirhuguðu frumvarpi, lögregla þurfti að beita táragasi til að rýma þinghúsið.


Tengdar fréttir

Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný

Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“.

Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst

Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.