Erlent

Áfram mótmælt í Hong Kong

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Mótmælt var í borginni Sha Tin í dag
Mótmælt var í borginni Sha Tin í dag Vísir/Getty
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong.Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði í friðsamlegum mótmælum við áætlunum um að leggja fram frumvarp sem heimilar framsal sakamanna til Kína. Carrie Lam, ríkisstjóri Hong Kong sagði í síðustu viku frumvarpið vera „dautt“. Mótmælendur hafa ekki trú á orðum Lam og hafa haldið mótmælunum áfram.Átökin brutust út milli lögreglu og mótmælenda utan samþykkts mótmælasvæðis en lögreglan beitti kylfum og piparúða.Mótmælin hafa farið fram með reglulegu millibili í rúman mánuð en átök brutust einnig út í gær í sambærilegum mótmælum í bænum Sheung Shui sem er líka við landamæri Kína. Fyrir hálfum mánuði unnu mótmælendur í Hong Kong spjöll á þinghúsinu í mótmælum við fyrirhuguðu frumvarpi, lögregla þurfti að beita táragasi til að rýma þinghúsið.


Tengdar fréttir

Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný

Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“.

Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst

Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.