Enski boltinn

Mané fær stutt sumarfrí: Snýr aftur til Liverpool eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mané skoraði 26 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Mané skoraði 26 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili. vísir/epa

Sadio Mané mætir aftur til æfinga hjá Liverpool eftir leik liðsins gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn í byrjun næsta mánaðar.

Mané lék með Senegal í Afríkukeppninni í Egyptalandi sem lauk í síðustu viku. Senegalar komust alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Alsíringum, 1-0, á föstudaginn. Mané skoraði þrjú mörk í Afríkukeppninni.

Mané er nú kominn í langþráð vikna frí. Það er þó ekki langt því hann snýr aftur til Liverpool 5. ágúst, degi eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Föstudaginn 9. ágúst tekur Liverpool á móti Norwich City í upphafsleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Miðvikudaginn 14. ágúst mætir Liverpool svo Chelsea í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í Tyrklandi.

Mané skoraði 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var markahæsti leikmaður hennar ásamt samherja sínum hjá Liverpool, Mohamed Salah, og Arsenal-manninum Pierre-Emerick Aubameyang.

Alls hefur Mané skorað 59 mörk í 123 leikjum fyrir Liverpool. Hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 og fiskaði víti í úrslitaleiknum 2019 þar sem Liverpool vann Tottenham með tveimur mörkum gegn engu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.