Enski boltinn

Leikmaður Liverpool fluttur burt á börum eftir ruddatæklingu í æfingarleik í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yasser Larouci fluttur af velli á börum eftir mjög ljóta tæklingu.
Yasser Larouci fluttur af velli á börum eftir mjög ljóta tæklingu. Getty/Billie Weiss
Liverpool tapaði sínum öðrum æfingarleik í röð í Bandaríkjaferðinni sinni í nótt þegar liðið lá 2-1 á móti spænska liðinu Sevilla.Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði eftir leikinn hins vegar meiri áhyggjur af líðan eins leikmanns síns en úrslitunum.Liverpool tapaði samt öðru sinni á þremur dögum eftir að hafa tapað einnig í æfingarleik á móti Dortmund á aðfaranótt laugardagsins. Sá leikur fór 3-2 fyrir þýska liðið.Ruddatækling Spánverjans Joris Gnagon stal senunni í hitanum í Boston í nótt. Joris Gnagon fékk rautt spjald fyrir mjög ljótt brot á hinum átján ára gamla Yasser Larouci.Klopp var þakklátur fyrir það eftir leikinn að Larouci hafi ekki meiðst þarna alvarlega. Hann fór af vellinum á börum en kom á hækjum í liðsrútuna eftir leikinn.Joris Gnagon baðst afsökunar á broti sínu eftir leikinn en James Milner var allt annað en sáttur og talaði um hneisu eftir leikinn. „Við sjáum ekki oft rauð spjöld í æfingarleikjum því við sjáum vanalega ekki svona tæklingar þar,“ sagði James Milner við LFCTV.Sevilla menn ætluðu greinilega að láta Evrópumeistarana finna fyrir sér og Ever Banega var heppin að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hann gaf Harry Wilson olnbogaskot.Nolito kom Sevilla yfir í leiknum en Divock Origi jafnaði metin fyrir hálfleik. Liverpool stillti upp nýju liði í seinni hálfleiknum.Sevilla skoraði sigurmarkið eftir að Joris Gnagon hafði fengið rautt spjald en markið skoraði varamaðurinn Alejandro Pozo undir lok leiks.

Yasser Larouci liggur sárþjáður í grasinu og rauða spjaldið er komið á loft.Getty/Andrew PowellFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.