Enski boltinn

Sjáðu brotið sem gerði alla Liverpool menn brjálaða í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yasser Larouci liggur hér sárþjáður í grasinu.
Yasser Larouci liggur hér sárþjáður í grasinu. Getty/Matthew Ashton

Liverpool mönnum var heitt í hamsi eftir svokallaðan vináttuleik á móti spænska liðinu Sevilla í Bandaríkjunum í nótt og það var ekki út af því að þeir voru tapsárir.

Ruddabrot Joris Gnagnon, leikmanns Sevilla, setti mjög ljótan svip á leikinn á Fenway Park í Boston.

Joris Gnagnon sparkaði þá gróflega niður hinn átján ára gamla Yasser Larouci þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Sevilla vann leikinn á endanum 2-1.

Yasser Larouci hefur verið að standa sig vel í vinstri bakvarðarstöðunni á undirbúningstímabilinu en hann átti sér einkis ills von þegar Joris Gnagnon þrumaði hann niður eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Klippa: Brotið á Yasser Larouci


Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ósáttur í viðtölum eftir leikinn og sömuleiðis James Milner. Joris Gnagnon baðst afsökunar á hegðun sinni en það breytir því ekki að hann hefði getað stórslasað Yasser Larouci.

Virgil van Dijk gekk á umræddan Joris Gnagnon strax eftir leik og heimtaði afsökunarbeiðni og stuttu síðar bættust þeir Jordan Henderson og Andy Robertson í hópinn eins og sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.