Klopp um brotið í nótt: Vil ekki segja meira því ég vil geta farið í frí til Spánar í framtíðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Albert Foss Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með grófan leik leikmanna Sevilla í æfingarleik Liverpool og spænska liðsins í Bandaríkjunum í nótt. Það var heitt í Bandaríkjunum í nótt og mikill hiti líka í leiknum. Harry Wilson fékk olnbogaskot frá Ever Banega áður en Joris Gnagon kom með hræðilega tæklingu á hinn átján ára gamla Yasser Larouci. Í hálfleik mátti sjá Jürgen Klopp í orðaskiptum við Julen Lopetegui, knattspyrnustjóra Sevilla og það var augljóst að þýski stjórinn var allt annað en sáttur með grófan leik spænsku leikmannanna.Liverpool boss Jurgen Klopp says left-back Yasser Larouci was "lucky" not to be badly injured by Joris Gnagon's red-card tackle in their friendly loss to Sevilla. More: https://t.co/kSTvyHXwKZpic.twitter.com/wuaS37ZdrE — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 „Það lítur út fyrir að Larouci hafi verið heppinn en við verðum að bíða og sjá. Hann kom í hann á fullri ferð. Harry fékk líka högg á kinnbeinið og augað og það var heldur ekki í lagi,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Heilt yfir þá er ég ekki hrifinn af svona hörðum leikjum. Markmiðið er að vinna boltann en það eru reglur. Ég vil samt ekki segja neitt sérstakt um þennan leik því það verður bara að fyrirsögnum. Ég vil nú geta farið í frí til Spánar í framtíðinni,“ sagði Klopp. Klopp viðurkenndi líka að hann hati að tapa en Liverpool tapaði þarna sínum öðrum æfingarleik í Bandaríkjunum á aðeins þremur dögum. Hann var samt án markvarðar síns og allrar sóknarlínunnar en alls vantaði sjö til átta sterka leikmenn í lið Liverpool í leiknum. „Ég get samt ekki kvartað yfir mótherjum okkur því það var ég sem valdi liðin,“ sagði Klopp. Lið Liverpool í leiknum: Liverpool: Lonergan (Mignolet kom inn á sem varamaður), Alexander-Arnold (Hoever), Phillips (Gomez), Van Dijk (Lovren), Robertson (Larouci (Duncan), Wijnaldum (Milner), Henderson (Fabinho), Oxlade-Chamberlain (Jones), Woodburn (Kent), Wilson (Lewis) og Origi (Brewster).The boss feels we will benefit from lessons learned in our early pre-season preparations, following tonight's 2-1 defeat against Sevilla. — Liverpool FC (@LFC) July 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með grófan leik leikmanna Sevilla í æfingarleik Liverpool og spænska liðsins í Bandaríkjunum í nótt. Það var heitt í Bandaríkjunum í nótt og mikill hiti líka í leiknum. Harry Wilson fékk olnbogaskot frá Ever Banega áður en Joris Gnagon kom með hræðilega tæklingu á hinn átján ára gamla Yasser Larouci. Í hálfleik mátti sjá Jürgen Klopp í orðaskiptum við Julen Lopetegui, knattspyrnustjóra Sevilla og það var augljóst að þýski stjórinn var allt annað en sáttur með grófan leik spænsku leikmannanna.Liverpool boss Jurgen Klopp says left-back Yasser Larouci was "lucky" not to be badly injured by Joris Gnagon's red-card tackle in their friendly loss to Sevilla. More: https://t.co/kSTvyHXwKZpic.twitter.com/wuaS37ZdrE — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 „Það lítur út fyrir að Larouci hafi verið heppinn en við verðum að bíða og sjá. Hann kom í hann á fullri ferð. Harry fékk líka högg á kinnbeinið og augað og það var heldur ekki í lagi,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Heilt yfir þá er ég ekki hrifinn af svona hörðum leikjum. Markmiðið er að vinna boltann en það eru reglur. Ég vil samt ekki segja neitt sérstakt um þennan leik því það verður bara að fyrirsögnum. Ég vil nú geta farið í frí til Spánar í framtíðinni,“ sagði Klopp. Klopp viðurkenndi líka að hann hati að tapa en Liverpool tapaði þarna sínum öðrum æfingarleik í Bandaríkjunum á aðeins þremur dögum. Hann var samt án markvarðar síns og allrar sóknarlínunnar en alls vantaði sjö til átta sterka leikmenn í lið Liverpool í leiknum. „Ég get samt ekki kvartað yfir mótherjum okkur því það var ég sem valdi liðin,“ sagði Klopp. Lið Liverpool í leiknum: Liverpool: Lonergan (Mignolet kom inn á sem varamaður), Alexander-Arnold (Hoever), Phillips (Gomez), Van Dijk (Lovren), Robertson (Larouci (Duncan), Wijnaldum (Milner), Henderson (Fabinho), Oxlade-Chamberlain (Jones), Woodburn (Kent), Wilson (Lewis) og Origi (Brewster).The boss feels we will benefit from lessons learned in our early pre-season preparations, following tonight's 2-1 defeat against Sevilla. — Liverpool FC (@LFC) July 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira