Erlent

Bretar vilja setja saman evrópskan leið­angur til að verja siglinga­leiðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ríkið nú leita leiða til að setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingarleiðir um Persaflóa.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir ríkið nú leita leiða til að setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingarleiðir um Persaflóa. getty/Leon Neal
Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hyggjast leggja fram áætlun um varnir og verndun alþjóðlegra skipaumferðar um Hormússund í minni Persaflóa.

Eitt af síðustu verkum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lætur af embætti á miðvikudag, var að boða til neyðaröryggisfundar í dag þar sem farið var yfir hvernig stjórnvöld muni bregðast við hertöku íranskra yfirvalda á olíuskipinu Stena Impero.

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra mætti til fundarins í Downingstræti tíu fyrir hádegi en á fundinum var farið yfir hvernig tryggja megi öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund í minni Persaflóa.

Eigandi skipsins, sænska fyrirtækið Stena Bulk, staðfesti í gær að allir tuttugu og þrír skipverjar Stena Imperio væru við góða heilsu. Skipið, sem siglir undir breskum fána, liggur við höfn í borginni Bandar Abbas þar sem það var kyrrsett. Skipverjar voru yfirheyrðir í gær.

Talsmaður íranskra stjórnvalda sagði á blaðamannafundi í dag að fyrst bresk stjórnvöld stöðvuðu för og kyrrsettu íranskt skip við Gíbraltar fyrr í mánuðinum hefði mátt gera ráð fyrir að írönsk stjórnvöld myndi gera slík hið sama.

„Að sjálfsögðu höfum við alltaf trúa á því að diplómatísk lausn finnist á þessu vandamáli,“ sagði Ali Rabiei, talsmaður íranskra stjórnvalda.

„Sum ríki hafa farið fram á tafarlausa afhendingu breska olíuskipsins. Við biðjum þessi sömu ríki að krefjast þess sama af Bretum fyrst,“ bætti hann við.

Bresk stjórnvöld ætla hins að grípa til aðgerða á svæðinu við Hormússund í kjölfar atviksins á föstudag en þegar hefur öryggisstig verið hækkað í stig þrjú.

„Í öðru lagi: Þar sem frelsi til siglinga er öllum þjóðum nauðsynlegt munum við nú reyna að setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir og styðja örugga för áhafna og farms á þessu mikilvæga svæði. Við höfum átt uppbyggilegar viðræður við nokkur ríki síðustu tvo sólarhringa og við munum seinna í þessari viku ræða bestu leiðina til að bæta þetta upp með nýlegum tillögum Bandaríkjamanna á þessu svæði,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.


Tengdar fréttir

Breska skipið komið til hafnar í Íran

Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær.

Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran

Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum.

Íranir hertóku tvö bresk olíuskip

Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag.

Vita ekki hvaða leiða skal leita

Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×