Erlent

Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran

Eiður Þór Árnason skrifar
Fundur May hefur að öllum líkindum verið meðal hennar síðustu en tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Breta á morgun.
Fundur May hefur að öllum líkindum verið meðal hennar síðustu en tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Breta á morgun. Vísir/AP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðaröryggisfund í dag í því skyni að ræða hvernig Bretar muni bregðast við hertöku íranskra yfirvalda á olíuskipinu Stena Impero. Skipið sem er í eigu sænsks fyrirtækis en siglir undir breskum fána var hertekið af Írönum á föstudag á leið sinni í gegnum Hórmussund.Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum.Talsmaður May sagði að réttlæting Íran fyrir hertökunni væri röng og hertakan ólögmæt. Af þeim sökum bæri yfirvöldum að sleppa skipinu og áhöfn þess úr haldi undir eins.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta mun upplýsa neðri deild breska þingsins um stöðu mála á næstunni. Skipið er komið til hafnar í Íran og hafa stjórnvöld þar greint frá því að 23 manna áhöfn þess sé við góða heilsu. Engir breskir ríkisborgarar voru um borð en áhafnarmeðlimir eru sagðir vera frá Indlandi, Filippseyjum, Rússlandi og Lettlandi.Aðgerðin hefur ollið miklum deilum milli ríkjanna tveggja og hefur utanríkisráðherra Bretlands áður hvatt írönsk stjórnvöld til að láta af „ólöglegri hertöku“ sinni.


Tengdar fréttir

Breska skipið komið til hafnar í Íran

Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.