Erlent

Telja geislavirkan úrgang leka úr rússnesku kafbátsflaki

Kjartan Kjartansson skrifar
Kafbáturinn á hafsbotni í Noregshafi.
Kafbáturinn á hafsbotni í Noregshafi. Geislavarnir Noregs
Norskir vísindamenn segja að geislavirkur úrgangur leki út í hafið frá kjarnaknúnum rússneskum kafbáti sem sökk í Noregshafi fyrir þrjátíu árum. Geislun í nágrenni flaksins mælist 800.000 sinnum hærri en eðlilegt er.

Rússneski kafbáturinn Komsomolets sökk árið 1989 . Með honum fórust 42 sjóliðar en 27 sluppu lifandi. Tveir kjarnaoddar voru um borð í kafbátnum þegar hann sökk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Geislavirkt sesín lekur nú út um loftræstirör, að sögn Geislavarna Noregs. Hilde Elise Heldal, ein vísindamannanna sem kannaði aðstæður við bátinn með fjarstýrðum kafbát, telur þó litla hættu á ferðum þar sem lítið dýralíf sé í nágrenni flaksins og geislavirka efnis þynnist hratt út í sjónum.

Eldur kom upp í öðrum rússneskum kafbáti í Barentshafi í síðustu vikur. Fjórtán sjóliðar fórust þá en rússnesk yfirvöld segja að kjarnaofninn um borð sé óskemmdur.


Tengdar fréttir

Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys

Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×