Erlent

Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Báturinn var í sjónum skammt frá rússnesku borginni Múrmansk.
Báturinn var í sjónum skammt frá rússnesku borginni Múrmansk. Vísir/Getty
Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst í eldsvoða um borð í bátnum í gær.

BBC hefur eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu að áhöfnin hafi verið í bátnum við mælingar og andað að sér eiturgufum þegar eldurinn kom upp.

Báturinn var í sjónum skammt frá rússnesku borginni Múrmansk, nánar tiltekið við Severomorsk, aðalherstöð rússneska sjóhersins í Norður-Íshafi. Rannsókn er þegar hafin á atvikinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×