Enski boltinn

Everton kaupir Delph frá meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Delph hefur leikið 20 landsleiki fyrir England.
Delph hefur leikið 20 landsleiki fyrir England. vísir/getty

Everton hefur fest kaup á enska landsliðsmanninum Fabian Delph frá Englandsmeisturum Manchester City. Talið er að kaupverðið sé í kringum tíu milljónir punda.

Delph, sem er 29 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Everton sem endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Delph var fjögur ár í herbúðum City og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Hann lék aðeins 20 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili.

Ferill Delphs hófst hjá Leeds United en hann gekk í raðir Aston Villa 2009. Þar var hann í sex ár.

Delph er annar leikmaðurinn sem Everton kaupir í sumar. Fyrr í þessum mánuði gekk liðið frá kaupunum á André Gomes frá Barcelona. Portúgalski miðjumaðurinn lék sem lánsmaður með Everton á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.