Enski boltinn

Everton kaupir Delph frá meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Delph hefur leikið 20 landsleiki fyrir England.
Delph hefur leikið 20 landsleiki fyrir England. vísir/getty
Everton hefur fest kaup á enska landsliðsmanninum Fabian Delph frá Englandsmeisturum Manchester City. Talið er að kaupverðið sé í kringum tíu milljónir punda.

Delph, sem er 29 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Everton sem endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.



Delph var fjögur ár í herbúðum City og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Hann lék aðeins 20 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili.

Ferill Delphs hófst hjá Leeds United en hann gekk í raðir Aston Villa 2009. Þar var hann í sex ár.

Delph er annar leikmaðurinn sem Everton kaupir í sumar. Fyrr í þessum mánuði gekk liðið frá kaupunum á André Gomes frá Barcelona. Portúgalski miðjumaðurinn lék sem lánsmaður með Everton á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×