Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 13:38 Netanjahú gremst það sem hann kallar friðkaup Evrópu við Íran. Vísir/EPA Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu. Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu.
Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34