Íslenski boltinn

Helena hætt með ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Undanfarin fjögur ár hefur Helena stýrt Pepsi-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport.
Undanfarin fjögur ár hefur Helena stýrt Pepsi-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport. vísir/anton

Helena Ólafsdóttir hefur að eigin ósk látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs ÍA. Aðstoðarþjálfari liðsins, Aníta Lísa Svansdóttir, er sömuleiðis hætt. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Helena og Aníta tóku við ÍA haustið 2016 og voru því á sínu þriðja tímabili með liðið.

ÍA tapaði 0-1 fyrir Augnabliki á heimavelli í Inkasso-deild kvenna í gær. Það var þriðja tap liðsins í röð. Skagakonur eru í 6. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Í fyrra endaði ÍA í 3. sæti Inkasso-deildarinnar og í því fimmta fyrir tveimur árum.

Helena er einn reyndasti þjálfari landsins. Auk ÍA hefur hún stýrt Val í tvígang, KR, Selfossi, FH, Fortuna Ålesund í Noregi og íslenska kvennalandsliðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.