Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. Innlent 18.9.2025 14:10
Arnar og Aron Elí til Reita Arnar Skjaldarson og Aron Elí Sævarsson hafa verið ráðnir til þróunarsviðs hjá Reitum fasteignafélagi. Viðskipti innlent 18.9.2025 13:57
Hrókeringar hjá bönkunum og Sverrir tekur við veltubók ISB Íslandsbanki hefur gengið frá ráðningu á nýjum forstöðumanni veltubókar bankans, sem kemur frá Landsbankanum, en Ármann Einarsson hefur stýrt því sviði undanfarin ár. Innherjamolar 17.9.2025 12:10
Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 16. september 2025 08:18
Birgir til Banana Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 15. september 2025 15:41
Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann. Innlent 12. september 2025 14:52
Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Jökull Tandri Ámundason Dalverjagoði var á fundi lögréttu kvöldið 11. september kjörinn sem nýr staðgengill allsherjargoða. Hann hlaut vígslu sem Dalverjagoði 2023. Innlent 12. september 2025 14:02
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. Viðskipti innlent 12. september 2025 11:12
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Júlíus Andri Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Viðskipti innlent 12. september 2025 10:16
Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflu. Viðskipti innlent 12. september 2025 10:03
Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 11. september 2025 10:11
Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október. Viðskipti innlent 11. september 2025 08:29
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri. Innlent 10. september 2025 17:31
Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds. Viðskipti innlent 10. september 2025 13:38
Aron tekur við sem forstöðumaður fjárfestinga hjá Eik Aron Þórður Albertsson, sem starfaði síðast í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, hefur tekið við nýrri stöðu hjá fasteignafélaginu Eik sem forstöðumaður fjárfestinga. Innherjamolar 9. september 2025 16:12
Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Elín Tinna Logadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi. Hún snýr aftur til fyrirtækisins eftir tveggja ára starf sem framkvæmdastjóri Útilífs. Viðskipti innlent 8. september 2025 11:19
Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðukona markaðsmála hjá Olís. Viðskipti innlent 8. september 2025 10:05
Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við starfi fagstjóra orku, grænna lausna og fjárfestinga hjá Íslandsstofu og mun hún leiða sameinað teymi fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna með það markmiði að efla kynningu á íslenskum orku- og græntæknilausnum, tengja saman fjárfestingar og sjálfbærni og þannig styðja við verðmætasköpun og loftslagsmarkmið framtíðarinnar. Viðskipti innlent 4. september 2025 14:41
Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Auður Daníelsdóttir, forstjóri Dranga og Orkunnar, hefur jafnframt tekið við starfi forstjóra Samkaupa. Viðskipti innlent 4. september 2025 08:08
Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Póstinum og Eymar Pledel Jónsson framkvæmdastjóri viðskiptavina. Viðskipti innlent 3. september 2025 10:17
Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Ágúst Örn Arnarson hefur verið ráðinn sem fjárfestingastjóri hjá sjóðstýringarfyrirtækinu Ísafold Capital Partners. Viðskipti innlent 3. september 2025 09:05
Þrjár ráðnar til Krafts Eva Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir hafa verið ráðnar til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Viðskipti innlent 3. september 2025 08:58
Jón Gunnarsson til Samorku Jón Gunnarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri greininga hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Viðskipti innlent 2. september 2025 10:23
Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. Innlent 2. september 2025 10:13