Stefna ráðuneyti og skattinum um skattskýrslur Trump forseta Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 16:24 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, (t.v:) er á meðal þeirra sem stefna þingnefndarinnar er stíluð á. Vísir/EPA Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg. Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Sjá meira
Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10