Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 15:52 Hicks með Trump forseta. Hún hætti störfum í Hvíta húsinu í loks mars í fyrra. Vísir/EPA Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins hefur verið skipað að virða stefnur Bandaríkjaþings um gögn að vettugi. Frestur sem dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafði gefið til að afhenda gögnin rann út í morgun. Nefndin stefndi Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump forseta, og Annie Donaldsson, fyrrverandi starfsmannastjóra Donalds McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, um gögn í síðasta mánuði. Stefnurnar tengjast rannsókn nefndarinnar á mögulegri misbeitingu valds, spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar, að sögn Washington Post. Hicks og Donaldson var einnig stefnt til að bera vitni fyrir nefndinni síðar í þessum mánuði. Nú hefur Hvíta húsið skipað þeim báðum að vinna ekki með þingnefndinni, að sögn Jerrys Nadler, formanns nefndarinnar. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og nefndinni. Hicks hafi þó samþykkt að afhenda gögn frá þeim tíma sem hún vann fyrir forsetaframboð Trump. „Forsetinn hefur engan lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir að þessi vitni verði við bón okkar. Við munum halda áfram að leita eftir sanngjörnum ráðahag um þessar og allar rannsóknarkröfur okkar og ætlar sér að halda þessum málum til streitu þegar við fáum vitnisburð bæði frú Hicks og frú Donaldson,“ segir Nadler. Hvíta húsið hefur að miklu leyti hætt að virða rannsóknarheimildir Bandaríkjaþings undanfarin misseri. Áður hefur það skipað bæði McGahn og William Barr, dómsmálaráðherra, að neita að verða við stefnum þess. Líklegt er að málin eigi eftir að fara alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Fulltrúadeildin mun að líkindum greiða atkvæði um að ávíta Barr og McGahn fyrir að sýna þinginu óvirðingu í næstu viku. Donaldson var eitt af lykilvitnum Rússaransóknar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hún skrifaði ítarleg minnisblöð um samtöl McGahn og forsetans. Nefndin telur einnig að Hicks hafi vitneskju um mörg þeirra atriða sem hún rannsakar nú.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22