Erlent

Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Skattaskýrslur Trump í New York myndu veita þingmönnum miklar upplýsingar um fjármál forsetans.
Skattaskýrslur Trump í New York myndu veita þingmönnum miklar upplýsingar um fjármál forsetans. Vísir/Getty
Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, þarf að skrifa undir frumvarpið til að gera það að lögum og hefur hann þegar gefið út að hann muni gera það.Frumvarpið felur í sér lagabreytingar sem munu gera meðlimum nokkurra þingnefnda í bæði fulltrúa og öldungadeild Bandaríkjaþings að kalla eftir skattaskýrslum aðila frá New York ríki og fá þær afhentar. Nefndarmenn gætu þó einungis gert það eftir að Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað að afhenda skattaskýrslur einhvers á alríkisstiginu, samkvæmt NBC News.New York gæti þó eingöngu afhent skattaskýrslur frá ríkinu sjálfu en ekki alríkisskattaskýrslur. Þingmenn Demókrataflokksins og Hvíta húsið berjast nú um þær skattaskýrslur Trump. Miklar upplýsingar um fjármál forsetans fengjust þó úr skattaskýrslunum frá New York þar sem höfuðstöðvar fyrirtækis Trump hafa ávallt verið og þar sem forsetinn hefur búið alla sína ævi.Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, neitaði á mánudaginn að afhenda þinginu skattaskýrslur Trump.Ríkisþingmaðurinn Brad Hoylman sagði í dag að Trump hefði brotið gegn áratugagamalli hefð með því að opinbera ekki skattaskýrslur sínar og nú væri hann að koma í veg fyrir að þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gæti framfylgt eftirlitsstörfum sínum. Því þyrfti New York ríki að grípa inn í.

Jerold Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir frumvarp þetta vera eins konar hliðarinngang að Hvíta húsinu sem berst með kjafti og klóm gegn öllu eftirliti.Skattagögn sem lekið var til New York Times sýna að á árunum 1985 til 1994 tapaði Trump um 1,2 milljörðum dala á fyrirtækjum sínum. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum.Sjá einnig: Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskattFyrr í dag sagði Trump að það hefði verið jákvætt að sýna fram á tap á þessum tíma vegna „skatta mála“ og það hafi næstum því allir sem sýsluðu með fasteignir gert. Hann líkti þessu við einhverskonar íþrótt.Þetta hefur verið túlkað á þann veg að Trump sé að viðurkenna að hafa beitt bókhaldsbrellum til að komast hjá því að greiða skatta.

Vilja einnig koma í veg fyrir náðanir

Þingmennirnir samþykktu einnig frumvarp sem snýr að því að ef Trump skyldi náða einhvern í framtíðinni, væri þrátt fyrir það hægt að ákæra þann aðila fyrir mögulega glæpi í New York.Lögin yrðu ekki afturvirk. Það þýðir til dæmis að ef Michael Cohen, lögmaður Trump til langs tíma, yrði náðaður yrði ekki hægt að sækja hann aftur til saka. Hann hóf nýverið afplánun fyrir brot á kosningalögum þegar hann sá um að greiða tveimur konum sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja um það og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi.


Tengdar fréttir

Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti

Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.