Enski boltinn

Rafael Benitez hættir sem knattspyrnustjóri Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez. Getty/Clive Brunskill
Spænski knattspyrnustjórinn Rafael Benitez hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Newcastle United en hann ætlar að yfirgefa enska félagið þegar samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi.Newcastle United tilkynnti þetta á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Í tilkynningu Newcastle kemur fram að félagið hafi gert allt til þess að reyna framlengja samning sinn við Rafael Benitez en það hafi ekki verið mögulegt að ná samkomulagi við hann.Rafael Benitez er 59 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Newcastle frá árinu 2016. Hann stýrði áður Real Madrid og Internazionale en frægastur er hann eflaust fyrir að stýra Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni á þeim sex árum sem hann var á Anfield.Benitez kom Newcastle upp í ensku úrvalsdeidina vorið 2017 og á síðustu tveimur tímabilum hefur liðið síðan endað í 10. (2017-18) og 13. sæti (2018-19). Liðið fékk þó einu stigi meira (45) í vetur en í fyrra (44) þrátt fyirr að enda þremur sætum neðar í töflunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.