Rafael Benitez hættir sem knattspyrnustjóri Newcastle

Spænski knattspyrnustjórinn Rafael Benitez hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Newcastle United en hann ætlar að yfirgefa enska félagið þegar samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi.
Newcastle United tilkynnti þetta á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.
It is with disappointment that we announce manager Rafael Benítez will leave Newcastle United upon the expiry of his contract on 30th June 2019.
Full club statement: https://t.co/IscVOvLxGD #NUFC pic.twitter.com/DWeBkpRubP
— Newcastle United FC (@NUFC) June 24, 2019
Í tilkynningu Newcastle kemur fram að félagið hafi gert allt til þess að reyna framlengja samning sinn við Rafael Benitez en það hafi ekki verið mögulegt að ná samkomulagi við hann.
Breaking: Newcastle confirm Rafael Benitez's departure.
"We have worked hard to extend Rafa's contract over a significant period of time, however it has not been - and will not be - possible to reach an agreement..." #NUFC https://t.co/cvUmrnfRay pic.twitter.com/hhHuqsme7t
— Telegraph Football (@TeleFootball) June 24, 2019
Rafael Benitez er 59 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Newcastle frá árinu 2016. Hann stýrði áður Real Madrid og Internazionale en frægastur er hann eflaust fyrir að stýra Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni á þeim sex árum sem hann var á Anfield.
Benitez kom Newcastle upp í ensku úrvalsdeidina vorið 2017 og á síðustu tveimur tímabilum hefur liðið síðan endað í 10. (2017-18) og 13. sæti (2018-19). Liðið fékk þó einu stigi meira (45) í vetur en í fyrra (44) þrátt fyirr að enda þremur sætum neðar í töflunni.
BREAKING: Newcastle United have confirmed that Rafael Benitez will leave the club when his contract expires on June 30th.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2019
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.