Enski boltinn

Newcastle ekki með nógu háleit markmið fyrir Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho vill ekki feta í skref Benitez
Mourinho vill ekki feta í skref Benitez vísir/getty

Jose Mourinho hefur svo gott sem útilokað að hann muni taka við liði Newcastle, því hann segist vera sigurvegari.

Newcastle er í þjálfaraleit eftir að tilkynnt var að Rafael Benitez myndi yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út 30. júní næst komandi.

Jose Mourinho er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna í Newcastle, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember. Auðjöfur frá Dúbaí er í viðræðum um kaup á Newcastle og hann er sagður vilja fá Mourinho.

Portúgalinn sagði hins vegar við The Coaches' Voice að hann vilji ekki taka við starfi hjá liði sem yrði ánægt með að enda í níunda eða tíunda sæti deildarinnar.

„Það eina sem ég veit er hvað ég vil ekki. Ég er nokkuð sjúkur í því samhengi að ég verð að spila til að vinna,“ sagði Mourinho við Coaches' Voice, en viðtalið var tekið áður en fréttir um brotthvarf Benitez voru staðfestar. Þá var þó þegar byrjað að orða Mourinho við starfið í tengslum við yfirtöku auðjöfursins frá Dúbaí.

„Ef einhver myndi bjóða mér frábæran 10 ára samning en markmið liðsins er að enda í efri hlutanum og að klára í sjöunda, áttunda eða níunda sæti væri fullkomið, þá er það ekki fyrir mig.“

„Ég vil berjast um að vinna í næsta starfi.“

Newcastle þarf þó ekki að örvænta þó Mourinho sé ekki líklegur til að taka við. Claudio Ranieri, sem gerði Leicester að Englandsmeisturum, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á starfinu.Tengdar fréttir

Mourinho vill taka við landsliði

Portúgalinn Jose Mourinho er enn að velta fyrir sér næsta skrefi á ferlinum og nú er hann orðinn spenntur fyrir því að gerast landsliðsþjálfari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.