Rafael Benitez útskýrir brotthvarf sitt frá Newcastle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 09:30 Rafael Benitez, með son leikmannsins Jamaal Lascelles eftir lokaleik tímabilsins hjá Newcastle United. Getty/Shaun Botteril Rafael Benitez hætti í gær sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United þegar samningur hans rann út. Í morgun sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann fór yfir ástæður þess að hann yfirgefur félagið. Rafael Benitez segist hafa verið tilbúinn að vera áfram hjá Newcastle og fannst hann „tilheyra“ félaginu. Vandamálið að hans mati var að félagið var ekki með sömu sýn á framtíðina og hann. Hinn 59 ára gamli Rafael Benitez vildi fá langtímasamning en ekki bara framlengingu eins og honum var boðið.Rafael Benitez says he felt like he "belonged" at Newcastle and wanted to stay but the club "did not share his vision". Full statement: https://t.co/dsmDDhCcPJ#NUFCpic.twitter.com/QoI7wmD9OQ — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2019„Það kom betur og betur í ljós að þeir sem ráða hjá félaginu voru ekki með sömu sýn og ég,“ skrifaði Rafael Benitez. Newcastle endaði í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili en það var Rafael Benitez sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina vorið 2017 eða á fyrsta heila tímabilinu eftir að hann tók við. „Ég vildi vera áfram en ég vildi ekki skrifa undir framlengingu. Ég vildi vera hluti af langtímaverkefni,“ skrifaði Benitez í bréfi sínu til stuðningsmanna félagsins. „Ég er mjög leiður yfir þessu en ég mun aldrei sjá eftir þeirri ákvörðun minni að koma til Tyneside. Ég er mjög stoltur af því sem við afrekuðum saman,“ skrifaði Benitez en það má allt bréfið hans hér fyrir neðan.To Newcastle United fans https://t.co/5gu4eopVjf#NUFC#Newcastle#Toons#ThankYoupic.twitter.com/vLnmVSBGs2 — Rafa Benitez Web (@rafabenitezweb) July 1, 2019Rafael Benitez hefur áður stýrt liðum eins og Valencia, Liverpool og Real Madrid. Hann var ekki lengi atvinnulaus því spænski stjórinn hefur nú gert samning við kínverska félagið Dalian Yifang sem borgar honum 12 milljónir punda í árslaun. Mikel Arteta, aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City, þykir líklegastur til að taka við starfi Benitez hjá Newcastle en þeir Garry Monk, David Moyes og Roberto Martinez hafa allir verið orðaðir við stöðuna. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Rafael Benitez hætti í gær sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United þegar samningur hans rann út. Í morgun sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann fór yfir ástæður þess að hann yfirgefur félagið. Rafael Benitez segist hafa verið tilbúinn að vera áfram hjá Newcastle og fannst hann „tilheyra“ félaginu. Vandamálið að hans mati var að félagið var ekki með sömu sýn á framtíðina og hann. Hinn 59 ára gamli Rafael Benitez vildi fá langtímasamning en ekki bara framlengingu eins og honum var boðið.Rafael Benitez says he felt like he "belonged" at Newcastle and wanted to stay but the club "did not share his vision". Full statement: https://t.co/dsmDDhCcPJ#NUFCpic.twitter.com/QoI7wmD9OQ — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2019„Það kom betur og betur í ljós að þeir sem ráða hjá félaginu voru ekki með sömu sýn og ég,“ skrifaði Rafael Benitez. Newcastle endaði í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili en það var Rafael Benitez sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina vorið 2017 eða á fyrsta heila tímabilinu eftir að hann tók við. „Ég vildi vera áfram en ég vildi ekki skrifa undir framlengingu. Ég vildi vera hluti af langtímaverkefni,“ skrifaði Benitez í bréfi sínu til stuðningsmanna félagsins. „Ég er mjög leiður yfir þessu en ég mun aldrei sjá eftir þeirri ákvörðun minni að koma til Tyneside. Ég er mjög stoltur af því sem við afrekuðum saman,“ skrifaði Benitez en það má allt bréfið hans hér fyrir neðan.To Newcastle United fans https://t.co/5gu4eopVjf#NUFC#Newcastle#Toons#ThankYoupic.twitter.com/vLnmVSBGs2 — Rafa Benitez Web (@rafabenitezweb) July 1, 2019Rafael Benitez hefur áður stýrt liðum eins og Valencia, Liverpool og Real Madrid. Hann var ekki lengi atvinnulaus því spænski stjórinn hefur nú gert samning við kínverska félagið Dalian Yifang sem borgar honum 12 milljónir punda í árslaun. Mikel Arteta, aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City, þykir líklegastur til að taka við starfi Benitez hjá Newcastle en þeir Garry Monk, David Moyes og Roberto Martinez hafa allir verið orðaðir við stöðuna.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira