Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 16:19 Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. Ljósmyndin er frá fyrri heimsókn Kim í Kína. Vísir/ap Xi Jinping forseti Kína heimsækir nú Norður-Kóreu og hafa leiðtogar ríkjanna meðal annars rætt efnahagsmál og stöðu Kóreuskagans. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínverskra stjórnvalda til Norður-Kóreu frá árinu 2005 og um leið fyrstu heimsókn Xi Jinping, sem tók við völdum árið 2012. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Xi Jinping vonast til að kjarnorkuviðræður Norður-Kóreu við Bandaríkjamenn verði teknar upp aftur og að þær leiði til farsæls samkomulags. Hann hrósaði um leið aðgerðum norðurkóreskra stjórnvalda sem miða í átt að kjarnorkuafvopnun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un funduðu síðast í febrúar og áttu í viðræðum um afvopnun Kóreuskagans. Þær reyndust með öllu árangurslausar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar Norður-Kóreu og Kína koma saman til fundar eftir að viðræður við Trump runnu út í sandinn. Xi Jinping lét hafa eftir sér í heimsókninni að núverandi staða á Kóreuskaga varði frið og stöðuleika í heimshlutanum. Tímasetning heimsóknarinnar hefur vakið athygli í ljósi þess að eftir viku mun forseti Kína halda á leiðtogafund G20-ríkjanna í Japan þar sem hann mun meðal annars funda með Bandaríkjaforseta. Kína er helsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Talið er að markmið kínverskra stjórnvalda með heimsókninni sé að styrkja samband þeirra við Kim Jong-un en hann á sér núorðið fáa bandamenn. Kínverskur ríkismiðill greinir frá því að stærðarinnar móttökunefnd hafi tekið á móti forsetanum á flugvellinum í Pyongyang fyrr í dag. Hin opinbera heimsókn mun standa yfir í tvo daga.Klippa: Heimsókn Xi Jinping til Norður Kóreu Bandaríkin Donald Trump Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Xi Jinping forseti Kína heimsækir nú Norður-Kóreu og hafa leiðtogar ríkjanna meðal annars rætt efnahagsmál og stöðu Kóreuskagans. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínverskra stjórnvalda til Norður-Kóreu frá árinu 2005 og um leið fyrstu heimsókn Xi Jinping, sem tók við völdum árið 2012. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Xi Jinping vonast til að kjarnorkuviðræður Norður-Kóreu við Bandaríkjamenn verði teknar upp aftur og að þær leiði til farsæls samkomulags. Hann hrósaði um leið aðgerðum norðurkóreskra stjórnvalda sem miða í átt að kjarnorkuafvopnun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un funduðu síðast í febrúar og áttu í viðræðum um afvopnun Kóreuskagans. Þær reyndust með öllu árangurslausar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar Norður-Kóreu og Kína koma saman til fundar eftir að viðræður við Trump runnu út í sandinn. Xi Jinping lét hafa eftir sér í heimsókninni að núverandi staða á Kóreuskaga varði frið og stöðuleika í heimshlutanum. Tímasetning heimsóknarinnar hefur vakið athygli í ljósi þess að eftir viku mun forseti Kína halda á leiðtogafund G20-ríkjanna í Japan þar sem hann mun meðal annars funda með Bandaríkjaforseta. Kína er helsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Talið er að markmið kínverskra stjórnvalda með heimsókninni sé að styrkja samband þeirra við Kim Jong-un en hann á sér núorðið fáa bandamenn. Kínverskur ríkismiðill greinir frá því að stærðarinnar móttökunefnd hafi tekið á móti forsetanum á flugvellinum í Pyongyang fyrr í dag. Hin opinbera heimsókn mun standa yfir í tvo daga.Klippa: Heimsókn Xi Jinping til Norður Kóreu
Bandaríkin Donald Trump Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45