Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 09:45 Kim virðist vera að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjamönnum. Asahi Shimbun/Getty Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent